Emil Pálsson, leikmaður Sogndal í Noregi, fór í hjartastopp í leik liðsins gegn gegn Stjördals Blink í norsku B-deildinni í knattspyrnu á Fosshaugane-vellinum í Sogndal. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér núna rétt í þessu.
Atvikið átti sér stað eftir tólf mínútna leik en Emil lá meðvitundarlaus á vellinum í tíu mínútur á meðal læknar, sjúkraþjálfarar og sjúkraflutningamenn hlúðu að honum.
Hann var fluttur með meðvitund á Haukeland-spítalann í Bergen þar sem hann dvelur nú.
„Miðjumaðurinn Emil Pálsson fór í hjartastopp á 12. mínútu í leik Sogndal í kvöld,“ segir í tilkynningu félagsins.
„Hann var endurlífgaður á vellinum og þaðan var honum flogið á Haukeland-sjúkrahúsið þar sem hann mun gangast undir frekari rannsóknir,“ segir ennfremur í tilkynningunni.