Forráðamenn franska knattspyrnufélagsins París SG íhuga nú að rifta samningi Sergio Ramos, miðvarðar félagsins. Það er Le Parisien sem greinir frá þessu.
Spánverjinn gekk til liðs við PSG í sumar eftir samningur hans við Real Madrid rann út en hann skrifaði undir tveggja ára samning í París.
Ramos, sem er 35 ára gamall, er meiddur á kálfa og á ennþá eftir að spila sinn fyrsta leik fyrir franska félagið en óvíst er hvenær hann snýr aftur á knattspyrnuvöllinn.
Miðvörðurinn þénar um 250.000 pund á viku hjá félaginu en forráðamenn franska félagsins eru sagðir vera orðnir pirraðir á Ramos.
Það myndi kosta sitt fyrir franska félagið að rifta samningi Ramos en varð fimm sinnum Spánarmeistari með Real Madrid, tvívegis bikarmeistari og fjórum sinnum Evrópumeistari.
Þá varð hann heimsmeistari með Spánverjum árið 2010 og Evrópumeistari árin 2008 og 2012.