Argentíski knattspyrnumaðurinn Sergio Agüero hefur verið greindur með óreglulegan hjartslátt eftir uppákomuna um helgina þegar hann lenti í öndunarerfiðleikum í leik Barcelona og Alavés.
Agüero mun gangast undir frekari rannsóknir og þá skýrist frekar hversu alvarleg staðan er og hver næstu skref verða hjá honum varðandi knattspyrnuna.
Diario Sport segir að Agüero verði ekki með Barcelona í Meistaradeildinni í vikunni en liðið mætir Dynamo Kiev í Úkraínu á morgun. Leikurinn er þýðingarmikill því Barcelona er í baráttu um að komast áfram úr riðlakeppninni og stendur ekki vel að vígi.