Barcelona gæti mögulega teflt Ousmane Dembélé fram gegn Dynamo Kiev í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld.
Dembélé hefur verið á sjúkralistanum en liði Barcelona veitir ekki af því að fá einn af sínum þekktustu leikmönnum inn í liðið.
Leikurinn er afar mikilvægur fyrir Barcelona sem á á hættu að missa af útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Þegar riðlakeppnin er hálfnuð hefur liðið tapað tveimur leikjum og unnið einn.
Í riðlinum er Bayern München sem mun væntanlega ná efsta sætinu í riðlinum. Liðið er með 9 stig og baráttan um annað sætið stendur á milli Benfica sem er með 4 stig og Barcelona með 3 stig. Ekki nema Úkraínumennirnir vinni Barcelona í kvöld og opni baráttuna um annað sætið enn frekar.