Emil Pálsson, leikmaður norska knattspyrnufélagsins Sogndal, er vakandi og er líðan hans góð eftir atvikum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag.
„Emil er vakandi og líður vel miðað við aðstæður. Hann mun gangast undir frekari rannsóknir og fá frekari meðhöndlun á Haukeland-háskólasjúkrahúsinu á næstu dögum,“ sagði í tilkynningunni.
Emil fór í hjartastopp í leik liðsins gegn gegn Stjördals-Blink í norsku B-deildinni í knattspyrnu á Fosshaugane-vellinum í Sogndal í gær en atvikið átti sér stað eftir tólf mínútna leik.
Hann var endurlífgaður á vellinum og fluttur með sjúkraflugi á Haukeland-háskólasjúkrahúsið í Bergen, en læknir Sogndal ferðaðist með honum til Bergen ásamt sjúkraflutningamönnum.