Emil vakandi og líðan góð eftir atvikum

Emil Pálsson.
Emil Pálsson. Ljósmynd/Sarpsborg

Emil Pálsson, leikmaður norska knattspyrnufélagsins Sogndal, er vakandi og er líðan hans góð eftir atvikum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag.

„Emil er vakandi og líður vel miðað við aðstæður. Hann mun gangast undir frekari rannsóknir og fá frekari meðhöndlun á Haukeland-háskólasjúkrahúsinu á næstu dögum,“ sagði í tilkynningunni.

Emil fór í hjarta­stopp í leik liðsins gegn gegn Stjör­dals-Blink í norsku B-deild­inni í knatt­spyrnu á Foss­hauga­ne-vell­in­um í Sogn­dal í gær en atvikið átti sér stað eft­ir tólf mín­útna leik.

Hann var end­ur­lífgaður á vell­in­um og flutt­ur með sjúkra­flugi á Hauke­land-háskólasjúkrahúsið í Ber­gen, en lækn­ir Sogn­dal ferðaðist með hon­um til Ber­gen ásamt sjúkra­flutn­inga­mönn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert