Alls verða fimm lykilmenn enska félagsins Chelsea fjarverandi þegar liðið heimsækir hið sænska Malmö í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla í dag.
Þeir Mason Mount, Romelu Lukaku, Timo Werner, N’Golo Kanté og Mateo Kovacic eru allir frá vegna meiðsla.
Af þeim sökum ferðaðist enginn þeirra með til Svíþjóðar.
Leikur Malmö og Chelsea í H-riðlinum hefst klukkan 17:45.