Ég var á vaktinni í gær þegar fréttir bárust af því að Emil Pálsson hefði hnigið niður í leik Sogndal og Stjördals Blink í norsku B-deildinni í knattspyrnu.
Manni varð strax hugsað til atviksins á Evrópumótinu í sumar þegar Christian Eriksen hneig niður í leik Danmerkur og Finnlands í Kaupmannahöfn en ég var einmitt á vaktinni þá líka. Þar fylgdist heimsbyggðin með Eriksen berjast fyrir lífi sínu.
Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig fólki líður á svona stundu og mér varð strax hugsað til fjölskyldu Emils og hversu hrikalegt það hlýtur að vera að sjá og vita af einhverjum nákomnum manni bjarglausum á knattspyrnuvellinum að berjast fyrir sínu í allt annarri merkingu en í venjulegum fótboltaleik.
Viðhorfspistil Bjarna í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í morgun.