Líðan Emils sögð stöðug

Emil Pálsson fagnar marki með FH sumarið 2017.
Emil Pálsson fagnar marki með FH sumarið 2017. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

Líðan Emils Pálssonar, leikmanns norska knattspyrnufélagsins Sogndal, er stöðugt og mun hann gangast undir frekari rannsóknir í dag. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem norska félagið birti á heimasíðu sinni í dag.

Emil fór í hjartastopp í leik liðsins gegn gegn Stjördals-Blink í norsku B-deildinni í knattspyrnu á Fosshaugane-vellinum í Sogndal í gær en atvikið átti sér stað eftir tólf mínútna leik.

Hann var endurlífgaður á vellinum og var fluttur með sjúkraflugi á Haukeland-spítalann í Bergen en læknir Sogndal ferðaðist með honum til Bergen ásamt sjúkraflutningamönnum.

„Við munum setja inn tilkynningu á samfélagsmiðla okkar um leið og frekari fréttir berast af líðan og heilsu Emils,“ segir ennfremur í tilkynningunni en reikna má með því að frekari fréttir berist af leikmanninum síðar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert