Alex Þór Hauksson gerði sér lítið fyrir og skoraði tvívegis fyrir Öster þegar liðið heimsótti Landskrona í sænsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.
Leiknum lauk með 4:1-sigri Öster en Alex þór skoraði annað mark Öster á 66. mínútu og kom svo sínu liði í 4:1 á 83. mínútu.
Alex Þór hefur byrjað átta leiki fyrir Öster í sænsku B-deildinni á tímabilinu og skorað í þeim þrjú mörk. Alls hefur hann komið við sögu í 12 leikjum með liðinu á tímabilinu.
Öster er í sjöunda sæti deildarinnar með 39 stig, sjö stigum minna en Helsingborg sem er í þriðja sætinu og umspilssæti um laust sæti í efstu deild.