Spilar ekki næstu mánuðina

Sergio Agüero er á meiðslalistanum.
Sergio Agüero er á meiðslalistanum. AFP

Knattspyrnumaðurinn Sergio Agüero, leikmaður Barcelona á Spáni, verður frá næstu mánuðina eftir að hafa greinst með óreglulegan hjartslátt. Þetta tilkynnti spænska félagið á heimasíðu sinni.

Agüero, sem er 33 ára gamall, fór af velli vegna öndunarerfiðleika í leik Barcelona og Alavés í spænsku 1. deildinni um síðustu helgi.

Argentínski framherjinn er á leið í frekari meðhöndlun þar sem fylgst verður náið með framgangi hans og heilsu.

Agüero hefur lítið spilið með Barcelona á tímabilinu en hann var að glíma við meiðsli þegar hann kom til félagsins á frjálsri sölu frá Manchester City í sumar.

Spænska félagið reiknar með því að Agüero verði frá keppni í þrjá mánuði hið minnsta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert