Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic er í sænska landsliðshópnum sem mætir Georgíu og Spáni í B-riðli undankeppni HM 2023 í lokaumferðum riðlakeppninnar í nóvember.
Zlatan, sem er fertugur, snéri aftur í sænska landsliðið fyrr á árinu eftir að hafa lagt landsliðsskóna á hilluna árið 2016.
Alls á hann að baki 118 landsleiki þar sem hann hefur skora 62 mörk en hann er markahæsti leikmaður í sögu Svía.
Svíar eru sem stendur í efsta sæti B-riðils eð 15 stig og hafa tveggja stiga forskot á Spán sem er í öðru sætinu.