Fimm fjarverandi hjá Atlético

Thomas Lemar og Naby Keita eru báðir frá vegna meiðsla.
Thomas Lemar og Naby Keita eru báðir frá vegna meiðsla. AFP

Alls munu fimm leikmenn Atlético Madríd vera fjarverandi þegar liðið sækir Liverpool heim í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla í kvöld.

Antoine Griezmann verður í leikbanni eftir að hafa fengið beint rautt spjald í fyrri leik liðanna í B-riðlinum fyrir rúmum tveimur vikum.

Þá eru þeir Marcos Llorente, Thomas Lemar, Geoffrey Kondogbia og Stefan Savic allir frá vegna meiðsla og geta því ekki tekið þátt í leiknum.

Hjá Liverpool eru bæði Naby Keita og James Milner frá vegna meiðsla.

Á hinn bóginn tóku þeir Fabinho og Thiago fullan þátt í æfingum í gær og í fyrradag og er reiknað með því að að minnsta kosti annar þeirra verði með í leiknum í kvöld og hugsanlega báðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert