Gott að sjá Emil brosa

Emil Pálsson og Viðar Ari Jónsson þegar þeir gengu til …
Emil Pálsson og Viðar Ari Jónsson þegar þeir gengu til liðs við Sandefjord í byrjun síðasta árs. Ljósmynd/Sandefjord

Eirik Bakke, þjálfari norska knattspyrnuliðsins Sogndal, fór ásamt aðstoðarþjálfara sínum og fjölskyldu Emils Pálssonar í heimsókn til þess síðastnefnda á Haukeland-háskólasjúkrahúsið í Bergen í gær.

Með í för var einnig  og sagði Bakke það hafa verið gert þeim öllum gott að hafa fengið að sjá íslenska miðjumanninn, sem er á láni hjá Sogndal frá Sandefjord.

„Emil er hress. Það var gott að sjá brosið hans,“ sagði Bakke í samtali við heimasíðu Sogndal.

Hann tjáði sig þar meðal annars um erfiða undanfarna daga og nánar um heimsóknina til Bergen.

Emil fór í hjarta­stopp í leik Sogndal gegn Stjör­dals-Blink í norsku B-deild­inni í knatt­spyrnu á Foss­hauga­ne-vell­in­um í Sogn­dal á mánudagskvöld, en atvikið átti sér stað eft­ir tólf mín­útna leik.

Hann var end­ur­lífgaður á vell­in­um og var svo flutt­ur með sjúkra­flugi á Hauke­land-háskólasjúkrahúsið í Ber­gen, en lækn­ir Sogn­dal ferðaðist með hon­um til Ber­gen ásamt sjúkra­flutn­inga­mönn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert