Þrumufleygur og framherjamark hjá Alex (myndskeið)

Alex Þór Hauksson í leik með íslenska U21-árs landsliðinu á …
Alex Þór Hauksson í leik með íslenska U21-árs landsliðinu á síðasta ári. Hann er nú genginn upp úr aldursflokknum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alex Þór Hauksson, leikmaður sænska knattspyrnufélagsins Öster, hefur sannarlega fundið markaskóna að undanförnu. Hann skoraði tvö mörk í gærkvöldi og hefur nú skorað fjögur mörk í síðustu fjórum deildarleikjum.

Tvö mörk Alex Þórs í gærkvöldi komu í öruggum 4:1 útisigri gegn Landskrona í sænsku B-deildinni.

Fyrra markið var glæsilegur þrumufleygur fyrir utan teig og það síðara var alvöru framherjamark þar sem Alex Þór var búinn að taka sér stöðu í vítateignum og kláraði vel eftir að boltinn datt fyrir fætur hans.

Alex Þór virðist vera í talsvert meira sóknarhlutverki á miðjunni hjá Öster en hann átti að venjast hjá Stjörnunni hér á landi og með íslenska U21-árs landsliðinu, þar sem hann lék jafnan sem varnartengiliður.

Lagleg mörk Alex Þórs frá því í gærkvöldi má sjá hér:



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert