Lengri fjarvera hjá Messi

Lionel Messi er meiddur.
Lionel Messi er meiddur. AFP

Lionel Messi verður áfram fjarri góðu gamni á morgun þegar París SG mætir Bordeaux í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu.

Messi fór af velli í hálfleik um síðustu helgi þegar PSG mætti Lille og missti síðan af leik liðsins gegn Leipzig í Meistaradeild Evrópu í vikunni.

Argentínumaðurinn glímir við meiðsli í hné og læri, samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu franska félagsins en knattspyrnustjórinn Mauricio Pochettino fór ekki meira út í það á fréttamannafundi sínum í dag. Þar sagði hann bara að Messi væri ekki leikfær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert