Andri skoraði sigurmark Real

Andri Lucas Guðjohnsen hefur farið á kostum með íslenska landsliðinu.
Andri Lucas Guðjohnsen hefur farið á kostum með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen var hetja varaliðs Real Madrid er liðið vann 1:0-útisigur á Costa Brava í C-deild Spánar í fótbolta í dag.

Andri skoraði sigurmark liðsins á 52. mínútu en hinn 19 ára gamli sóknarmaður hefur skorað tvö mörk í níu deildarleikjum á leiktíðinni, en hann hefur aðeins fjórum sinnum verið í byrjunarliði. Hann fór af velli á 73. mínútu í dag. 

Andri hefur slegið í gegn með íslenska landsliðinu undanfarna mánuði og skorað tvö mörk á rúmlega 39 mínútum í landsliðstreyjunni í fjórum fyrstu leikjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert