Bayern jók forskotið á toppnum

Robert Lewandowski var enn og aftur á skotskónum í dag.
Robert Lewandowski var enn og aftur á skotskónum í dag. AFP

Bayern München er komið með fjögurra stiga forskot á toppi þýsku 1. deildarinnar í fótbolta eftir 2:1-heimasigur á Freiburg í dag.

Leon Goretzka kom Bayern yfir á 30. mínútu með eina marki fyrri hálfleiks og Robert Lewandowski bætti við öðru marki liðsins á 75. mínútu. Janik Haberer lagaði stöðuna fyrir Freiburg í uppbótartíma.

Bayern nýtti sér að Dortmund, sem er í öðru sæti, missteig sig gegn Leipzig á útivelli og tapaði 1:2. Christopher Nkunku og Yussuf Poulsen komu Leipzig yfir í tvígang yfir en þess á milli jafnaði Marco Reus.

Bayern er með 28 stig í toppsætinu, Dortmund í öðru með 24, Freiburg í þriðja með 22 og Wolfsburg í fjórða sæti með 19 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert