Dramatískur sigur Juventus

Juan Cuadrado fagnar sigurmarkinu.
Juan Cuadrado fagnar sigurmarkinu. AFP

Juventus vann dramatískan 1:0-sigur á Fiorentina á heimavelli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag.

Kólumbíumaðurinn Juan Cuadrado skoraði sigurmark Juventus í uppbótartíma. Serbneski varnarmaðurinn Nikola Milenkovic hjá Fiorentina fékk að líta rauða spjaldið stundarfjórðungi fyrir leikslok og Juventus nýtti sér liðsmuninn.

Þrátt fyrir úrslitin eru bæði lið með 18 stig í 7. og 8. sæti, 13 stigum á eftir toppliði Napólí sem á leik til góða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert