París SG hafði betur gegn Bordeaux, 3:2, í efstu deild Frakklands í fótbolta í Bordeaux í kvöld.
Stórstjörnurnar Kylian Mbappé og Neymar voru í miklu stuði því Mbappé lagði upp tvö fyrstu mörkin á Neymar á 26. og 43. mínútu. Mbappé bætti við þriðja markinu sjálfur á 63. mínútu og kom PSG í 3:0.
Bordeaux gafst ekki upp því Alberth Elis minnkaði muninn á 78. mínútu og M‘Baye Niang breytti stöðunni í 3:2 í uppbótartíma og þar við sat. PSG er í toppsæti deildarinnar með 34 stig, tíu stigum meira en Lens sem er í öðru sæti.