Varð fyrir kynþáttaníði í bikarleik

Shamal George er uppalinn hjá Liverpool.
Shamal George er uppalinn hjá Liverpool. Ljósmynd/liverpoolfc.com

Shamal George, markvörður enska D-deildarliðsins Colchester United, varð fyrir kynþáttaníði af hendi stuðningsmanns neðrideildarliðsins Sudbury City þegar liðin áttust við í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu karla í gærkvöldi.

Á einum tímapunkti í leiknum heyrist stuðningsmaður hrópa ókvæðisorð að George þar sem dökkt hörund hans er notað gegn honum.

George, sem er uppalinn hjá Liverpool, tjáði sig um atvikið á twitteraðgangi sínum eftir 4:0 sigur Colchester í leik gærkvöldsins.

„Ég er eyðilagður yfir svona kjaftæði. Þetta er í annað sinn á nokkrum mánuðum. Ég þori að veðja að þessu verður aftur sópað undir teppið,” skrifaði hann meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert