Þýska knattspyrnuliðið Bayern München varð í gær aðeins annað liðið í sögunni til að skora 100 mörk á einu ári í þýsku 1. deildinni.
Bayern sigraði Freiburg 2:1 í gær með mörkum frá Leon Goretzka og Robert Lewandowski. Topplið Bayern hafa nú sex leiki til viðbótar til að bæta met Kölnar, sem er 101 mark, frá árinu 1977. Verður að teljast nánast ómögulegt að Bayern mistakist að bæta metið þar sem þeir hafa skorað nánast að vild allt árið.
Ekki nóg með að mark Lewandowski hafi komið Bayern í 100 mörk á árinu þá var þetta einnig hans 60. mark á árinu með félagsliði og landsliði. Það merkilegasta við það afrek er að hann skoraði þessi mörk í einugis 50 leikjum. Magnaður leikmaður sem mörgum þykir líklegt að vinni Gullknöttinn árið 2021.