AGF sigraði topplið Midtjylland í íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Mikael Neville Anderson var á skotskónum fyrir AGF en Jón Dagur Þorsteinsson var einnig í byrjunarliðinu. Hjá Midtjylland var Elías Rafn Ólafsson í markinu.
Patrick Mortensen kom AGF yfir á 16. mínútu leiksins áður en Mikael bætti við marki á 23. mínútu. Mustapha Bundu kláraði svo dæmið á 43. mínútu þegar hann skoraði þriðja mark AGF.
Með sigrinum fer AGF upp í 7. sæti deildarinnar með 19 stig eftir 15 leiki. Midtjylland eru áfram á toppnum með sex stiga forskot á FCK sem eru í 2. sætinu.