Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings og Breiðabliks í knattspyrnunni, kveðst ekki hafa rætt við Rosenborg í Noregi eða neitt annað félag.
Staðarblaðið Nidaros í Þrándheimi fullyrti í dag að félagið hefði haft samband við Milos um að taka við af Åge Hareide þjálfara Rosenborg eftir þetta keppnistímabil.
Milos skrifaði undir samning við Hammarby í Svíþjóð til hálfs fjórða árs í júní á þessu ári. Aftonbladet í Svíþjóð sagði í kvöld að það hefði fengið svar frá honum í gegnum SMS í kvöld og það hafi verið á þessa leið: „Ég hef ekki talað við Rosenborg eða neitt annað félag.“