Ósáttur með Messi

Lionel Messi hefur misst af síðustu tveimur leikjum París SG.
Lionel Messi hefur misst af síðustu tveimur leikjum París SG. AFP

Lionel Messi er í landsliðshóp argentínska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem mætir Úrúgvæ og Brasilíu í Suður-Ameríkuriðli undankeppni HM 2022 í komandi landsleikjaglugga.

Argentína heimsækir Úrúgvæ 12. nóvember þar sem liðin mætast í Montevideo en Argentína tekur svo á móti Brasilíu 16. nóvember í San Juan.

Messi hefur misst af síðustu tveimur leikjum félagsliðs síns París SG en flaug þrátt fyrir það til Argentínu í gær til að hitta landsliðshópinn.

„Ég er ósáttur við það að leikmaður sem er á meiðslalistanum hjá okkur sé farinn í landsliðsverkefni,“ sagði Leonardo, yfirmaður íþróttamála hjá PSG, í samtali við Le Parisien.

„Það er ekkert eðlilegt við það að leikmaður sem getur ekki spilað fyrir félagslið sitt geti allt í einu spilað fyrir landsliðið sitt.

Við þurfum skýrar reglur frá FIFA í svona málum því eins og staðan er núna getum við ekki meinað leikmanninum að fara í verkefnið því landsliðin eiga rétt á sínum leikmönnum,“ bætti Leonardo við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert