Berglind meiddist á hnéi

Berglind Rós Ágústsdóttir í leik með íslenska landsliðinu gegn Kýpur …
Berglind Rós Ágústsdóttir í leik með íslenska landsliðinu gegn Kýpur í síðasta mánuði. mbl.is/Unnur Karen

Íslenska landsliðskonan Berglind Rós Ágústsdóttir, leikmaður sænska félagsins Örebro, fór meidd af velli í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu um síðustu helgi.

Berglind Rós fór af velli í 2:8 stórtapi tegn Vittsjö strax á 14. mínútu vegna hnémeiðsla og bíður þess nú að komast í segulómun, þar sem kemur betur í ljós hversu alvarleg meiðslin eru.

„Ég er að bíða eftir segulómun. Sjúkraþjálfarinn segir að þetta sé líklegast rifa á krossbandinu en hún er ekki 100 prósent viss.

Við stefnum á segulómun á mánudag og ég fæ vonandi niðurstöðu úr því í næstu viku,” sagði Berglind Rós í samtali við Fótbolta.net í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert