Hin bandaríska Carli Lloyd lagði knattspyrnuskóna á hilluna í nótt eftir farsælan 22 ára feril en hún er 39 ára gömul.
Lið hennar NJ/NY Gotham féll úr leik í 1. umferð úrslitakeppni bandarísku atvinnumannadeildarinnar eftir 0:1-tap gegn Chicago Red Stars í Chicago.
Lloyd tilkynnti það fyrir tímabilið að þetta yrði hennar síðasta ár í boltanum en hún er næstleikjahæsti leikmaður bandaríska kvennalandsliðsins frá upphafi með 316 landsleiki á bakinu.
Í þessum leikjum skoraði hún 134 mörk en hún lék allan sinn feril í Bandaríkjunum að undanskyldu einu tímabili á Englandi þar sem hún lék með Manchester City.
Hún varð tvívegis heimsmeistari með Bandaríkjunum, 2015 og 2019 og þá vann hún tvívegis til gullverðlauna á Ólympíuleikunum með Bandaríkjunum, 2008 og 2012.