Sogndal og Stjördals-Blink gerðu 1:1 jafntefli í norsku b-deildinni í knattspyrnu í dag.
Þar er um leikinn örlagaríka að ræða sem Ísfirðingurinn Emil Pálsson hóf með Sogndal hinn 1. nóvember en hneig niður eftir tólf mínútna leik. Var leikurinn í framhaldinu stöðvaður þegar ljóst var að mikið amaði að.
Leiknum var sem sagt framhaldið í dag frá tólftu mínútu.