Xavi Hernández var kynntur til leiks sem þjálfari knattspyrnuliðs Barcelona á Spáni í vikunni en hann tók við liðinu af Ronald Koeman sem var rekinn á dögunum.
Miðjumaðurinn fyrrverandi, sem er 41 árs gamall, er strax byrjaður að láta til sín taka hjá félaginu en hann er uppalinn í Katalóníu og þekkir innviði félagsins afar vel.
Hann varð átta sinnum Spánarmeistari með Barcelona og fjórum sinnum Evrópumeistari, þá var varð hann þrívegis bikarmeistari með Barcelona.
Xavi kynnti í gær tíu reglur fyrir leikmönnum liðsins sem þeim ber að fylgja á meðan hann er við stjórnvölin en spænski miðillinn AS birti reglur Xavi á miðlinum sínum í morgun.
1. Leikmenn þurfa að mæta 90 mínútum fyrir æfingu.
2. Starfsmenn verða að mæta tveimur tímum fyrir æfingu.
3. Leikmenn verða að borða saman á æfingasvæði félagsins.
4. Sektargreiðslur verða teknar upp að nýju.
5. Sektin tvöfaldast ef um endurtekin brot er að ræða.
6. Leikmenn verða að vera komnir heim til sín fyrir miðnætti, 48 klst. fyrir leik.
7. Leikmenn verða að gefa allt sitt á æfingum liðsins.
8. Það verður fylgst náið með öllu því sem leikmenn gera utan vallar.
9. Öll áhættusöm tómstundaiðkun er bönnuð á meðan tímabilið stendur yfir.
10. Leikmenn Barcelona eiga að vera fyrirmyndir í öllu, innan sem utan vallar.