Metinn á 150-180 milljónir

Alfons Sampsted í leik með íslenska landsliðinu.
Alfons Sampsted í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alfons Sampsted, landsliðsmaður í fótbolta, er einn af leikmönnum norsku meistaranna í Bodö/Glimt sem önnur félög ættu að fylgjast með að mati VG í Noregi.

Alfons hefur verið fastamaður í norska liðinu, sem hefur náð mögnuðum árangri að undanförnu. Liðið varð óvænt norskur meistari með miklum yfirburðum á síðustu leiktíð og hefur gert góða hluti í Sambandsdeild Evrópu á þessari leiktíð og m.a. unnið stórsigur á ítalska stórliðinu Roma.

Samkvæmt VG er Alfons metinn á 150-180 milljónir íslenskra króna. „Íslendingurinn er mjög góður í að vinna seinni bolta og kemur sér oft í fyrirgjafarstöðu. Hann er enn ungur og ætti að vekja athygli félaga í stórum deildum,“ segir í umfjöllun VG um Alfons. Bakvörðurinn er samningsbundinn Bodo/Glimt út næstu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert