Skotland í umspilið

Ché Adams kemur Skotlandi í 2:0 og gulltryggir sigurinn og …
Ché Adams kemur Skotlandi í 2:0 og gulltryggir sigurinn og umspilssætið. AFP

Skoska karlalandslið í knattspyrnu er búið að tryggja sér sæti í umspili fyrir HM 2022 í Katar. Það gerði liðið með því að vinna 2:0 útisigur gegn Moldóvu í F-riðli undankeppninnar í kvöld.

Nathan Patterson kom Skotum yfir á 38. mínútu og lagði síðan upp mark fyrir Ché Adams á 65. mínútu.

Seint í leiknum, á 84. mínútu, fengu Moldóvar vítaspyrna en spyrna Vadim Rata rataði ekki í netið.

Skotar héldu út og unnu tveggja marka sigur.

Eftir sigurinn getur Skotland ekki endað neðar en í öðru sæti F-riðils, sem gefur sem áður segir sæti í umspili fyrir HM á næsta ári.

Danmörk var þegar búið að gjörsigra riðilinn með því að vinna alla átta leiki sína hingað til og tryggja sér þar með sæti á HM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert