Argentínska karlalandsliðið í knattspyrnu vann nágranna sína í Úrúgvæ með minnsta mun, 1:0, í undankeppni HM í Suður-Ameríku í nótt og kom sér þannig í mjög góða stöðu í öðru sæti keppninnar.
Sigurmark Argentínumanna í nótt gerði Ángel Di María strax á sjöundu mínútu.
Argentína er nú með 28 stig í öðru sætinu, átta stigum á undan Ekvador í þriðja sætinu, auk þess sem Argentína á leik til góða.
Fátt virðist því geta komið í veg fyrir að Argentína fylgi erkifjendum sínum í Brasilíu á HM í Katar á næsta ári.