Elías Már Ómarsson var á skotskónum fyrir lið sitt Nimes þegar liðið bar sigurorð af neðrideildarliðinu FCCLA í 1. umferð frönsku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla í dag.
Nimes leiddi 1:0 í hálfleik áður en Elías Már tvöfaldaði forystuna á 56. mínútu. Undir lok leiks kom svo þriðja markið og þægilegur 3:0-sigur staðreynd.
Nimes er þar með komið áfram í aðra umferð bikarkeppninnar.