Óttar Magnús Karlsson kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmark Siena þegar liðið lagði Olbia að velli í ítölsku C-deildinni í knattspyrnu karla í dag.
Óttar Magnús kom inn á í stöðunni 2:2 á 80. mínútu og skoraði svo sigurmarkið á 90. mínútu.
Hann er í láni hjá Siena frá A-deildarliði Venezia og var þetta fyrsta mark hans fyrir félagið í hans 12. leik, þótt hann hafi aðeins byrjað einn þeirra hingað til.
Siena fór með sigrinum upp í fjórða sæti C-deildarinnar.