Góður útisigur hjá Guðnýju og AC Milan

Guðný Árnadóttir í landsleik Íslands og Hollands í haust.
Guðný Árnadóttir í landsleik Íslands og Hollands í haust. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðný Árnadóttir og samherjar hennar í AC Milan unnu góðan útisigur á Pomigliano, 2:0, í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í dag og styrktu með því stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar.

AC Milan hefur unnið sjö af fyrstu níu leikjum sínum og alla fimm útileikina, og þá var þetta 50. sigurinn í sögu liðsins í A-deildinni.

Guðný lék allan tímann í vörn AC Milan og var í þriðja sinn í byrjunarliðinu í fyrstu níu umferðum deildarinnar. Hún kom til félagsins fyrir ári síðan en var í láni hjá Napoli á síðasta tímabili.

Juventus er með 27 stig, Sassuolo 24 og AC Milan 22 stig í þremur efstu sætum deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert