Evrópumeisturum karla í knattspyrnu, Ítölum, tókst ekki að tryggja sér sæti á HM í Katar á næsta ári í riðlakeppni undankeppninnar.
Ítalía hafnar í öðru sæti í C-riðlinum og fer því í umspil. Ítalía gerði í kvöld markalaust jafntefli gegn Norður-Írlandi í Belfast og lauk keppni með 16 stig.
Sviss skaust þar með upp fyrir Ítalíu með 4:0 stórsigri á Búlgaríu. Sviss vann þar með riðilinn með 18 stig og leikur á HM í Katar.