Louis van Gaal, þjálfari hollenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, lætur ekkert stöðva sig þegar kemur að því að þjálfa liðið.
Van Gaal slasaði sig lítillega þegar hann féll af reiðhjóli sínu á í gær og finnur því til verkja þegar hann stendur uppréttur.
Hann lét það þó ekki á sig fá enda þrjóskur með eindæmum og stýrði æfingu í morgun úr forláta golfkerru. Holland á leik gegn Noregi í undankeppni HM annað kvöld.
Hér má sjá myndir af einbeittum van Gaal í golfkerrunni í morgun: