Evrópuþjóðirnar sem hafa tryggt sig á HM

Simon Kjær og félagar í danska landsliðinu eru á leiðinni …
Simon Kjær og félagar í danska landsliðinu eru á leiðinni á HM AFP

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu fer fram í Katar á næsta ári. Evrópa fær 13 sæti af þeim 32 sem í boði eru og hafa 10 þjóðir nú þegar tryggt sér farseðil til Katar. 12 þjóðir fara svo í umspil um þrjú lausu sætin.

Serbía, Spánn, Sviss, Frakkland, Belgía, Danmörk, Holland, Króatía, England og Þýskaland unnu sína riðla í undankeppninni og eru þar með búin að tryggja sig inn á HM. 

Portúgal, Svíþjóð, Ítalía, Úkraína, Wales, Skotland, Tyrkland, Rússland, Pólland og Norður-Makedónía enduðu öll í 2. sæti í sínum riðlum og fara því í umspilið. Auk þeirra bætast við Austurríki og Tékkland sem fara í umspilið vegna árangurs í Þjóðadeildinni. 

Liðinum tólf í umspilinu verður skipt í þrjá flokka sem innihalda fjögur lið hvert. Liðin mætast í undanúrslitum umspilsins og svo úrslitaleik þar sem sigurvegarinn tryggir sér sæti á HM en alls fara þrjár Evrópuþjóðir áfram í gegnum umspilið. Undanúrslit umspilsins fara fram fimmtudaginn 24. mars 2022 og úrslitin þriðjudaginn 29. mars 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert