Fann sér loks nýtt lið

Andy Carroll í leik með Newcastle United.
Andy Carroll í leik með Newcastle United. AFP

Knattspyrnumaðurinn Andy Carroll er búinn að semja við enska B-deildarliðið Reading eftir að hafa verið án félags frá því í sumar þegar samningur hans við uppeldisfélagið, Newcastle United, rann sitt skeið.

Carroll, sem er 32 ára framherji, hefur glímt við þrálát meiðsli undanfarin ár og því lítið getað spilað.

Samningur hans við Reading, sem er í 16. sæti í B-deildinni, er aðeins til skamms tíma, tveggja mánaða, þar sem Carroll freistar þess að koma ferli sínum aftur á gott ról og vinna sér inn lengri samning.

Hann lék á sínum tíma níu landsleiki fyrir England og skoraði í þeim tvö mörk.

Árið 2011 var hann keyptur til Liverpool á 35 milljónir punda en náði sér aldrei almennilega á strik í Bítlaborginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert