Georgía vann 3:2 sigur á Englandi í vináttuleik undir 21 árs landsliða í knattspyrnu í dag. Þrátt fyrir að England hafi ekki stillt upp sínu sterkasta liði komu mörg þekkt nöfn við sögu.
Giorgi Guliashvili kom Georgíu í 2:0 í leiknum áður en Giorgi Gocholeishvili skoraði þriðja markið. Sam Greenwood, 19 ára sóknarmaður Leeds United, minnkaði muninn fyrir England þegar tæpar 10 mínútur voru eftir og Marc Guehi, varnarmaður Crystal Palace bætti við öðru marki í uppbótartíma.
Þjálfarar Englands, þeir Lee Carsley og Ashley Cole, stilltu eins og áður kom fram ekki upp sínu sterkasta liði en samt sem áður voru margir leikmenn með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni í byrjunarliðinu.