Kerr framlengir við Chelsea

Sam Kerr í búningi Chelsea.
Sam Kerr í búningi Chelsea. Ljósmynd/twitter-síða Chelsea

Ástralski framherjinn Sam Kerr hefur framlengt samning sinn við enska knattspyrnuliðið Chelsea til ársins 2024.

Kerr, sem gekk til liðs við ensku meistarana árið 2019, hefur heldur betur staðið sig vel en hún hefur skorað 39 mörk í 47 leikjum. Þá vann hún gullskóinn í ensku ofurdeildinni tímabilið 2020-2021 en þá skoraði hún 21 mark í 22 leikjum.

„Mér líður vel hérna. Félagið gefur mér tækifæri til að ná árangri sem leikmaður. Ég get ekki séð mig fara neitt annað,“ sagði Kerr eftir undirskriftina

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert