Stjarna missir af leiknum gegn Belgum

Gareth Bale er meiddur.
Gareth Bale er meiddur. AFP

Gareth Bale, kantmaður Real Madrid og landsliðsmaður Wales, missir af leiknum gegn Belgíu í kvöld vegna meiðsla.

Bale hefur verið að glíma við meiðsli aftan í læri en á laugardaginn spilaði hann sinn 100. landsleik þegar hann lék fyrri hálfleik í 5:1 sigri gegn Hvíta-Rússlandi.

Belgar eru nú þegar búnir að tryggja sig inn í umspilið fyrir HM 2022 vegna árangurs í Þjóðardeildinni, en munu væntanlega vilja ná öðru sæti riðilsins og tryggja sér heimaleik í undanúrslitum umspilsins. Til þess þurfa þeir að ná að minnsta kosti jafntefli í kvöld, eða að Tékkland misstigi sig gegn Eistlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert