Úrúgvæ fór illa að ráði sínu

Juan Arce (nr. 7) skoraði tvö mörk fyrir Bólivíu í …
Juan Arce (nr. 7) skoraði tvö mörk fyrir Bólivíu í kvöld. AFP

Bólivía vann 3:0 sigur á Úrúgvæ í undankeppni HM í knattspyrnu í kvöld. Með sigri hefði Úrúgvæ getað lyft sér upp í 4. sæti Suður-Ameríku riðilsins sem veitir einmitt farseðil á HM.

Juan Arce kom Bólivíu yfir eftir hálftíma leik og Marcelo Moreno tvöfaldaði forystuna rétt fyrir hálfleik. Carmelo Arganaraz fékk að líta rauða spjaldið í liði Bólivíu á 74. mínútu en manni færri bættu þeir við þriðja markinu. Juan Arce skoraði þá sitt annað mark og gerði endanlega út um leikinn.

Úrúgvæ var án Edinson Cavani framherja Manchester United sem er meiddur. Luis Suárez, framherji Atlético Madrid kom inn á í hálfleik en náði ekki að láta til sín taka.

Úrúgvæ eru þó langt frá því að vera úr leik í undankeppninni, en liðið er nú í 6. sæti riðilsins með 16 stig. Fjögur lönd fara beint á HM en 5. sæti gefur sæti í umspili. Úrúgvæ er þó með jafnmörg stig og Chile, sem er sem stendur í 4. sæti riðilsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert