Bronckhorst við það að taka við Rangers

Van Bronckhorst fagnar frægu marki sínu í undanúrslitum á HM …
Van Bronckhorst fagnar frægu marki sínu í undanúrslitum á HM 2010. Ljósmynd/Carlos Barria

Giovanni van Bronckhorst er svo gott sem búinn samþykkja að taka við skoska knattspyrnuliðinu Rangers. 

Hollendingurinn sem lék á sínum tíma með Rangers, ásamt m.a. Arsenal og Barcelona, mun taka við liðinu af Steven Gerrard. Gerrard tók við enska liðinu Aston Villa eftir að Dean Smith var rekinn þaðan. 

Undir stjórn Gerrard vann Rangers sinn fyrsta deildartitil í 10 ár en þar á milli höfðu nágrannarnir í Celtic einokað titilinn.

Rangers eru sem stendur með fjögurra stiga forystu Celtic á toppi skosku deildarinnar og mun það væntanlega vera markmið van Bronckhorst að vinna annan deildartitil Rangers í röð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert