Brasilíski reynsluboltinn Daniel Alves var formlega kynntur sem nýr leikmaður spænska knattspyrnufélagsins Barcelona í dag á Camp Nou-leikvanginum.
Alves, sem er 38 ára gamall, hefur hafið æfingar með Börsungum en fær þó ekki leikheimild með liðinu fyrr en í janúar.
Hann lék með Barcelona frá árinu 2008 til 2016 og vann þar alls 23 titla.
Alves hefur síður en svo gleymt því og brá á leik þegar hann gekk á völlinn á Camp Nou er hann var kynntur í dag.
„Þetta lyktar eins og Camp Nou. Lyktar eins og titlar. Þetta lyktar eins og verðlaunagripir,“ sagði Alves er hann reif upp gras af vellinum og þefaði af.
"Smells like titles." 🏆
— ESPN FC (@ESPNFC) November 17, 2021
Dani Alves on the Camp Nou pitch 😅 pic.twitter.com/bN4UBiDQUt
Alves mun klæðast treyju númer 8 í endurkomunni, sem spænska goðsögnin Andrés Iniesta klæddist um langt skeið. Landi Alves sem nú leikur með Juventus, Arthur Melo, klæddist henni síðast.