Stig tekin af Reading

Andy Carroll skrifaði undir tveggja mánaða samning við Reading á …
Andy Carroll skrifaði undir tveggja mánaða samning við Reading á mánudaginn. AFP

EFL, knattspyrnusamband neðri deilda á Englandi hefur tekið sex stig af enska knattspyrnufélaginu Reading sem leikur í B-deildinni.

Ástæðan er sögð vera brot á reglum sem varða arðsemi og sjálf­bærni. Þetta eru sömu reglur og Derby County brutu, en níu stig voru tekin af þeim. Einnig voru tekin 12 stig af Derby vegna þess að félagið fór í greiðslustöðvun og því samtals 21 stig.

Við skoðun á bókhaldi Reading árin 2017-2021 kom í ljós að liðið hafði verið rekið með 57,8 milljóna punda tapi. Hámarkið eru 39 milljónir punda svo Reading var 18,8 milljónum yfir því.

Ákvörðunin er endanleg og hefur Reading ekki möguleika á áfrýjun. Trevor Birch, stjórnarformaður EFL segir reglurnar vera þarna af ástæðu og nauðsynlegt sé að refsa fyrir brot á þeim.

Við þessa refsingu fellur Reading niður í 19. sæti deildarinnar og er nú með 16 stig, aðeins fjórum stigum frá fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert