Veðmálasvindl í undankeppni HM?

Danny Jordaan, forseti Suður-Afríska knattspyrnusambandsins.
Danny Jordaan, forseti Suður-Afríska knattspyrnusambandsins. Ljósmynd/Suður-Afríska knattspyrnusambandið

Forseti knattspyrnusambands Suður-Afríku (SAFA), Danny Jordaan, vill meina að veðmálasvindl hafi átt sér stað þegar land hans tapaði 1:0 fyrir Gana undankeppni HM og misstu þar með af umspilssæti.

Gana fer í umspilið á fleiri mörkum skoruðum en Jordaan segir eitthvað gruggugt hafa verið í gangi. SAFA hefur sent inn formlega kvörtun til alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA) vegna leiksins og er hann nú til rannsóknar.

Suður-Afríkumaðurinn og fyrrum dómarinn Ace Ncobo gaf út skýrslu sem notuð verður í rannsókninni. Hann taldi til 71 atvik úr leiknum þar sem honum fannst dómari leiksins, Senegalinn Maguette Ndiaye, dæma ranglega Gana í hag.

Knattspyrnusamband Gana hefur neitað sök og segjast ekki búast við neinum frekari rannsóknum varðandi þetta mál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert