Juventus jafnaði Chelsea að stigum

Leikmenn Juventus fagna marki í Þýskalandi í kvöld.
Leikmenn Juventus fagna marki í Þýskalandi í kvöld. Ljósmynd/Juventus

Juventus jafnaði Chelsea að stigum í A-riðli Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu þegar liðið vann þýðingarmikinn sigur gegn Wolfsburg í Þýskalandi í kvöld.

Leiknum lauk með 2:0-sigri Juventus en Kathrin-Julia Hendrich, varnarmaður Wolfsburg, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark snemma leiks áður en Andrea Staskova innsiglaði sigur Juventus með marki í uppbótartíma.

Juventus er með 7 stig, líkt og Chelsea, í öðru sæti riðilsins en Wolfsburg er í þriðja sætinu með 5 stig.

Síðar í kvöld mætast Chelsea og botnlið Servette í London en Servette er án stiga eftir fyrstu þrjá leiki sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert