Hollendingurinn Giovanni van Bronckhorst hefur verið ráðinn nýr þjálfari Skotlandsmeistara Rangers í knattspyrnu karla. Félagið hafði verið í þjálfaraleit eftir að Steven Gerrard tók við enska félaginu Aston Villa á dögunum.
Van Bronckhorst er stuðningsmönnum Rangers að góðu kunnur enda lék hann með félaginu um þriggja ára skeið frá 1998 til 2001 áður en hann gekk til liðs við Arsenal, þaðan sem hann fór svo til Barcelona.
Hann vann skosku deildina í tvígang sem leikmaður Rangers og freistar þess nú að endurtaka leikinn sem knattspyrnustjóri.
Á stjóraferlinum hefur hann áður stýrt Feyenoord, uppeldisfélagi sínu í Hollandi, og kínverska félaginu Guangzhou R&F. Hjá Feyenoord stýrði hann liðinu til sigurs í hollensku deildinni árið 2017 auk tveggja bikartitla.
Samningur van Bronchkhorst við Rangers er til þriggja og hálfs árs.