PSG áfram í Meistaradeildinni

Pauline Dudek, varnarmaður PSG í baráttunni við Tiffany McCarty framherja …
Pauline Dudek, varnarmaður PSG í baráttunni við Tiffany McCarty framherja Breiðabliks þegar liðin mættust á Kópavogsvelli. mbl.is/Unnur Karen

Franska liðið PSG sigraði Real Madrid 2:0 í B-riðli Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Liðin eru með Breiðabliki í riðli og þýða þessi úrslit að PSG er komið áfram í 8-liða úrslitin.

Marie-Antoinette Katoto kom PSG yfir á 32. mínútu og Sakina Karchaoui kom þeim í 2:0 á 70. mínútu. PSG eru á toppi riðilsins með fullt hús stiga en Real Madrid eru í 2. sæti með sex stig. Kharkiv kemur svo næst með fjögur stig og Breiðablik rekur lestina með eitt.

Í A-riðli vann enska liðið Chelsea 1:0 sigur á svissneska liðinu Servette. Það var Samantha Kerr sem gerði sigurmarkið um miðbik seinni hálfleiks en hún skrifaði einmitt undir nýjan samning við félagið á dögunum. Amandine Soulard fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt undir lok leiks.

Chelsea eru á toppi riðilsins með 10 stig eftir fjóra leiki, þremur stigum meira en ítalska liðið Juventus sem er í öðru sæti. Þýska liðið Wolfsburg er í þriðja sætinu með fimm stig en Servette er á botninum án stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert