Sonur Gary Stevens, fyrrverandi leikmanns enska félagsins Everton og enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er látinn aðeins fjögurra ára að aldri.
Jack Stevens hafði greinst með hvítblæði sumarið 2020 þegar hann var þriggja ára gamall og féll frá í vikunni eftir hetjulega baráttu.
Fjölskylda Jack hafði undanfarnar vikur biðlað til fólks í Liverpool að fara í skoðun á Goodison Park, heimavelli Everton, með það fyrir augum að ganga úr skugga um hvort það gæti mögulega reynst stofnfrumugjafi fyrir Jack.
Unga drengnum hrakaði talsvert á undanförnum síðustu sex vikum og taldi fjölskylda hans að því væri það mögulega um seinan í leitinni að stofnfrumugjafa, sem reyndist því verr og miður raunin.
„Allir hjá Everton er afskaplega sorgmæddir að heyra af því að Jack, fjögurra ára sonur Gary Stevens, er fallinn frá eftir hetjulega baráttu sína við hvítbæði. Hugur okkar er hjá Gary og fjölskyldu hans á þessari gífurlega sorglegu stundu,” sagði í yfirlýsingu Everton á samfélagsmiðlum.
Everyone at Everton is deeply saddened to learn that Gary Stevens’ four-year-old son, Jack, has passed away following his courageous battle with leukaemia.
— Everton (@Everton) November 18, 2021
Our thoughts are with Gary and his family at this incredibly sad time. 💙 pic.twitter.com/uKoc7xVj3E